Hér að neðan fer fréttatilkynning frá Körfuknattleiksdeild ÍA en stjórn deildarinnar telur að með frávísun kæru sinnar á leik gegn FSu hafi hagsmunir körfuknattleiksins ekki vegið nægilega þungt í niðurstöðum aga- og úrskurðarnefndar KKÍ.
 
Fréttatilkynning stjórnar KKD ÍA:
 
Fyrir leik FSu og ÍA fréttum við Skagamenn af því að FSu væru að vinna í því að fá til sín erlendan leikmann.  Við fylgdumst með því á félagsskiptaskjali KKÍ, sem fram til þessa hefur verið það tæki sem félög í íslenskum körfubolta hafa notast við til að fá upplýsingar um félagaskipti innan KKÍ, hvort viðkomandi leikmaður væri kominn með leikheimild.  Engin tilkynning  kom um það fyrir leik og því reiknuðum við með að ekki yrði nýr erlendur leikmaður í FSu búningi í þessum leik.  Annað kom á daginn og þegar þjálfari ÍA spurði aðila tengdan FSu um hvort nýr erlendur leikmaður væri í þeirra liði fékk hann þær upplýsingar að hann hefði fengið leikheimild fyrr um daginn og einnig fékk leikmaður okkar sömu svör fyrir leikinn þegar hann spurði út í þennan nýja leikmann.  Þótti okkur ekki ástæða til að véfengja þessi svör.
 
?5. nóvember sjáum við svo á félgasskiptaskjali KKÍ, uppfærðu 2. nóvember kl. 16:45, að þessi erlendi leikmaður hafi fengið félagsskipti í FSu þann 31. október, eða 5 dögum eftir umræddan leik.
 
?Þegar ÍA hefur samband við KKÍ fáum við þær upplýsingar að KKÍ hafi ekki borist tilskilin gögn frá FSu fyrir áður nefndan leik og því hafi ekki verið búið að veita leikmanninum leikheimild fyrir leikinn.
 
?Sú staða var því komin upp að stjórn Körfuknattleiksfélags Akraness – ÍA, þurft að grípa til þess ráðs að kæra úrslit leiks FSu og ÍA sem fram fór á Selfossi þann 26. október 2012.
?Það sem ræður mestu um þá ákvörðun ÍA að kæra úrslit leiksins er sú staðreynd að FSu tefldi fram ólöglegum erlendum leikmanni í leiknum. Leikmaðurinn fékk ekki leikheimild frá KKÍ fyrr en 5 dögum eftir umræddan leik eins og áður segir. Einnig sú staðreynd að KKÍ sér eftir leikinn að ólöglegur FSu leikmaður hafi spilað leikinn og hefur samband við FSu útaf því. KKÍ hafði ekki samband við ÍA þegar þeir sjá þetta en á þessum tíma er í raun engin leið fyrir ÍA að sjá hvort leikmaðurinn hafi verið löglegur eða ekki þar sem ekki er búið að uppfæra félagsskiptablaðið á heimasíðu sambandsins. 
 
Sé það vilji KKÍ að félög hætti að notast við þetta skjal og hringi í sambandið fyrir hvern leik og lesi upp leikmenn skráða á skýrslu til að geta verið viss um að allir leikmenn hafi leikheimild verður svo að verða.  Því skal einnig haldið til haga að á Selfossi var fullyrt við bæði þjálfara ÍA og leikmann okkar að erlendi leikmaður FSu hafi fengið leikheimild fyrr um daginn eins og áður hefur verið tíundað. Síðan eftir að KKÍ og FSu hafa rætt saman sá hvorugur aðilinn ástæðu til þess að hafa samband við ÍA, útskýra málið eða biðjast afsökunnar. Því er það tilfinning okkar að það hafi átt að sópa málinu undir parketið.??Það skal tekið fram að stjórn Körfuknattleiksfélags Akraness – ÍA er langt í frá sátt við að þurfa að leita þessarar leiðar. 
 
En þegar sambandið og félag í okkar deild ákváðu með öllu að hunsa þetta mál og að halda okkur fyrir utan það þá sáum við okkur knúna til að fara þessa leið, því miður.??Í  íþróttum er keppt á jafnréttis grundvelli og allir sitja við sama borð og farið skal eftir reglum.  Þetta á við innan vallar og ekki síður utan vallar.  Við í ÍA fórum eftir öllum settum reglum varðandi skráningu og leifi fyrir erlendan leikmann okkar og tók það okkur mikinn tíma og kostaði okkur mikla vinnu að koma þeim málum í réttan farveg.  Þetta tók okkur það mikinn tíma að erlendur leikmaður okkar kom ekki til landsins fyrr en 3 dögum fyrir mót.  Okkur þykir því ekki rétt að önnur félög sniðgangi þær reglur sem við lögðum mikla vinnu í að fara eftir.  Það skal tekið fram að erlendir leikmenn mega ekki vera komnir til landsins áður en atvinnu- og dvalarleifi hefur verið samþykkt.   ??Nú hefur kæran verið tekin fyrir hjá aga- og úrskurðarnefnd KKÍ.  Þar er sú ákvörðun tekin að vísa kærunni frá á þeim forsendum að kæran berts til þeirra eftir meira en 5 virka daga frá því að brotið átti sér stað.  Við setjum athugasemd við 5 daga regluna í þessu tilfelli. 
 
Reglan er mjög skiljanleg t.d. þegar atvik inná velli, svo sem gróft brot leikmanns, á í hlut og sitt sýnist hverjum og mögulegt að enginn hjá KKÍ þekki málið né hafi orðið vitni af brotinu.  Þá leikur líka enginn vafi á því hvort heimild sé til staðar til að kæra.  Í tilfelli brotsins sem við kærðum voru málsatvik flækt og vilt var fyrir í heimildaöflun auk þess sem KKÍ vissi að reglur sambandsins hefðu verið brotnar.
 
?Niðurstaða nefndarinnar er því á þá leið að það vegur þyngra að skila inn kæru eftir að formlegur kærufrestur er liðinn heldur en að brjóta reglur KKÍ, þótt KKÍ hafi áttað sig á því að reglur sambandsins hafi verið brotnar fyrir þann tíma en tekið þá ákvörðun að aðhafst ekki frekar í málinu og ekki láta félagið sem brotið var á vita.  Okkur þykja það skrítin vinnubrögð þar sem við lítum svo á að Körfuknattleiks samband Íslands vinni fyrir öll aðildarfélög sambandsins og fyrst og fremst verji hagsmuni körfuknattleiks á Íslandi.  Okkar mat er að hagsmunir körfuknattleiksins hafi ekki verið látnir vega nógu þungt í þessu máli.
 
?Þetta lítur svolítið út fyrir okkur eins og að ef lögreglan sjái ökumann taka framúr örðum ökumanni og aki við það athæfi á ólöglegum hraða, en  þar sem ökumaðurinn sem tekið var framúr kæri ekki viðkomandi brotamann umferðalaga þá aðhafist lögreglan ekki í málinu, þrátt fyrir að hafa það svart á hvítu að viðkomandi var að brjóta lög.?
 
Stjórn Körfuknattleiksfélags Akraness – ÍA