Viðureign Stjörnunnar og Tindastóls í Lengjubikar karla sem fara átti fram í kvöld hefur verið frestað sökum ófærðar. Leikurinn mun þess í stað fara fram á morgun kl. 19:15 í Ásgarði.
 
Stjarnan og Tindastóll eiga bæði kost á því að komast upp úr riðlinum en til að Stjarnan komist upp verður liðið að vinna 16 stiga sigur eða meira. Allt annað og Tindastóll kemst áfram.