Á leik Keflavíkur og Fjölnis í gær kom það nokkuð spænskt fyrir sjónir hjá stuðningsmönnum að inná vellinum var einskonar hálfmánakúla rúllandi um gólfin. Hér er á ferðinni svokallaður “Þerrarí” (vitnað í Ferrari).  Þerraríinn er hugmynd sem að Stefán Bjarkason framkvæmdarstjóri íþrótta og tómstundasviðs Reykjanesbæjar og fyrrum leikmaður UMFN vaknaði með einn daginn.  
 
 
 Hugmyndin er sum sé sú að með þessari græju átt þú að getað fjarstýrt “kúst” til að þerra svita af gólfinu eftir leikmenn.  Það voru svo nemendur Tækniskóla Keilis sem tóku verkefnið að sér og sáu um hönnunina á græjunni.  Ekki var annað að sjá en að “Þerraríinn” virkaði bara nokkuð vel í gær og voru bæði nemendur og Stefán sjálfur sáttir með hvernig til tókst í gær.  Fróðlegt verður að fylgjast svo með framvindu mála og hvort “Þerraríinn” verði ekki mættur á parketið í NBA deildinni fljótlega.