Nú er það ljóst að Isaac Miles sem leikið hefur með Tindastóli í körfunni í vetur verður ekki meira með liðinu þar sem hann er á leiðinni heim. Drew Gibson sem kom til liðsins um helgina tekur sæti hans en Gibson fékk að spreyta sig gegn Fjölnis sl. sunnudag. www.feykir.is greinir frá.
 
Á heimasíðu Feykis segir ennfremur:
 
Bárður segir að lítið sé hægt að segja enn um nýja manninn en hann hafi þó komið ágætlega út í fyrsta leik og vonast hann að sjálfsögðu til að Gibson nýtist liðinu vel. Markmiðið fyrir veturinn var að hafa tvo erlenda leikmenn og hefur ekkert breyst í þeim efnum.
 
Mynd úr safni/ Björn Ingvarsson: Miles í leik með Tindastól gegn Fjölni.