Pálmi Freyr Sigurgeirsson var mættur í búning í gærkvöldi þegar Snæfell tók á móti Hamri í Lengjubikar karla í Stykkishólmi. Sigur Hólmara var í lítilli hættu og lék Pálmi í rúmar 12 mínútur í leiknum. Á dögunum fékk Pálmi högg á bakið og hefur misst af síðustu leikjum sökum þessa.
 
Það þarf ekkert að fjölyrða um blóðtökuna fyrir Snæfell að missa Pálma enda hér á ferð einn reyndasti leikmaður deildarinnar. ,,Bakið er orðið gott en ég verð eitthvað áfram í endurhæfingu og fæ örugglega fleiri mínútur á fimmtudaginn,” sagði Pálmi í snörpu spjalli við Karfan.is en Hólmarar taka á móti Tindastól næsta fimmtudag í Domino´s deild karla.
 
Pálmi er búinn að leikja fjóra deildarleiki með Snæfell það sem af er Íslandsmótinu og hefur verið með 12,5 stig, 3,3 fráköst og 3,3 stoðsendingar að meðaltali í þessum fjórum leikjum.