Hólmarar prísa sig sæla þessi misserin því Ellen Alfa Högnadóttir hefur ákveðið að klára leiktíðina með Snæfell en mikið hefur verið rætt um þunnskipaðan en sterkan leikmannahóp Snæfellskvenna.
 
 
Ellen hefur þegar leikið fjóra deildarleiki með Snæfell þetta tímabilið en á meðfylgjandi mynd klárar hún samning við félagið ásamt Gunnari Svanlaugssyni formanni KKD Snæfells.