Í kvöld fer fram ellefta umferðin í Domino´s deild kvenna og verða allir leikir kvöldsins í beinni netútsendingu og hefjast að sjálfsögðu á slaginu 19:15. Topplið Keflavíkur fær Íslands- og bikarmeistara Njarðvíkur í heimsókn en Keflavík er með fullt hús stiga eftir tíu umferðir en ríkjandi meistarar Njarðvíkur í sjöunda og næstneðsa sæti með aðeins sex stig.
 
Leikir kvöldsins:
 
Grindavík-Snæfell (Sport TV)
Keflavík-Njarðvík (Njarðvík TV)
Haukar-Valur (Haukar TV)
KR-Fjölnir (KR TV)