Nýr leikmaður er væntanlegur í herbúðir Tindastóls í Domino´s deild karla. Kappinn sá heitir Drew Gibson. Það var Feykir.is sem greindi frá þessu í gær.
 
Búist er við að Gibson mæti til landsins á morgun en þarna fer 190cm maður sem vigtar 90 kíló.
 
Í frétt Feykis segir einnig:
 
Þröstur Jónsson formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að Gibson eigi að vera í góðu leikformi og ætti að styrkja leikmannahópinn sem er á góðri siglingu eftir sigur í síðasta leik.
 
Myndband af Drew Gibson