Yfirmaður NBA deildarinnar David Stern er ekki ánægður með Gregg Popovich þjálfara San Antonio Spurs í dag, sem að hvíldi nánast allt byrjunarliðið sitt gegn Miami Heat í nótt. Popovich fannst álagið búið að vera full mikið á sínum mönnum undanfarið og ákvað að nota ekki Tim Duncan, Tony Parker, Manu Ginobili eða Danny Green í leiknum og sendi þá heim til Texas með næsta flugi.
 
David Stern hefur sent út afsökunarbeiðni til aðdáenda NBA deildarinnar og segir þessa ákvörðun hafa verið algjörlega óásættanlega og boðar talsverðar refsiaðgerðir í garð San Antonio Spurs.
 
Þó að menn séu almennt sammála því að þetta sé frekar fúllt fyrir þá aðdáendur sem að hlökkuðu til að horfa á bestu leikmenn Spurs spila gegn Miami í nótt þá þykir það sætu furðu að David Stern sé búinn að lofa refsiaðgerðum í ljósi þess að aðstoðar maður hans, Adam Silver, tilkynnti í fyrra, þegar Popovich ákvað að hvíla Duncan, Parker og Ginobili seinustu þrjá leiki tímabilsins í fyrra, að það væri í höndum hvers og eins liðs að stjórna sinni liðsuppstillingu og engra refsinga bæri að vænta sökum þess.