Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Denver batt enda á átta leikja sigurgöngu Memphis Grizzlies og LA Clippers lögðu San Antonio Spurs á útivelli.
 
Denver 97-92 Memphis
Fyrir leikinn hafði Denver tapað þremur leikjum í röð en Memphis unnið átta leiki í röð! Danilo Gallinari var stigahæstur í liði Denver með 26 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar. Hjá Memphis var Rudy Gay fremstur meðal jafningja með 22 stig og 3 fráköst.
 
San Antonio 87-92 LA Clippers
Chris Paul var stigahæstur í liði LA Clippers með 19 stig og 8 stoðsendingar en hjá San Antonio var tvennutröllið Tim Duncan með 20 stig og 14 fráköst.
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Washington 89-96 Indiana
Charlotte 102-98 Milwaukee
Atlanta 81-72 Orlando
Dallas 101-105 Golden State
Utah 102-91 Houston
 
Mynd/ Danillo Gallinari setti 26 stig á Memphis í nótt.