Mike Brown hefur verið leystur frá störfum sem þjálfari LA Lakers í NBA deildinni eftir vægast sagt dræma byrjun á leiktíðinni en Lakers hafa unnið einn og tapað fjórum það sem af er vertíð.
Framkvæmdastjóri Lakers, Mitch Kupchak, segir í fréttatilkynningu frá félaginu að félagið hafi talið það fyrir bestu að gera breytingu á þessu stigi málsins þó erfið og sársaukafull væri.
 
Fyrir u.þ.b. tveimur sólarhringum segir varaformaður Lakers, Jim Buss, nokkuð á þá leið að Brown njóti trausts innan raða Lakers. Nú er strax farið að spá í eftirmann Brown en þangað til hann finnst verður Bernie Bickerstaff við stjórnartaumana en hann var í hópi aðstoðarmanna Brown. Lakers taka á móti Golden State síðar í nótt.