Ísfirðingar hafa sent BJ Spencer til síns heima og ráðið í hans stað bakvörðinn Damier Pitts. Félagið sem hefur verið í vandræðum með leikstjórnandastöðuna vonast því til að vera búið að leysa þann vanda með tilkomu Pitts.
 
Þegar þetta er ritað er þriðji leikhluti hafinn í viðureign Njarðvíkur og KFÍ þar sem Pitts var kominn með sex stig eftir fyrstu 20 mínúturnar í sínum fyrsta leik hér á landi.
 
Þá er Hlynur Hreinsson kominn aftur í raðir KFÍ eftir veru í Danmörku.