Nú eftir örfá augnablik eða á slaginu 10.30 mætast Stjarnan og Breiðablik í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni kvenna.
 
Þegar hafa Snæfellingar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum eftir sigur gegn Fjölni á föstudag. Í karlaflokki verða menn einnig snemma á ferðinni en kl. 11:30 mætast Vængir Júpíters og Ármann í forkeppni Poweradebikarkeppni karla, leikið er í Dalhúsum í Grafarvogi.
 
Mynd/ Viðureign Stjörnunnar og Breiðabliks er við það að hefjast í Ásgarði.