Benjamin Curtis Smith fór hamförum í gærkvöldi þegar Þór Þorlákshöfn lagði Fjölni í Domino´s deild karla. Kappinn skoraði 46 stig í leik sem fór 92-83 fyrir Þór. Fyrra metið var sett í fyrstu umferð þegar Páll Axel Vilbergsson gerði 45 stig gegn KFÍ.
 
Ben setti niður 8 af 13 í teignum, 7 af 12 í þristum og 9 af 12 vítum. Hann var einnig með 10 fráköst, 4 stoðsendingar og tvo stolna bolta. Fyrir þetta fékk hann svo 46 framlagsstig og vísast einhverjir sem kætast sem höfðu það góða vit að kaupa Ben í Fantasy-liðið sitt.