Í gærkvöldi voru þrír af fjórum leikjum í Domino´s deild karla í beinni netútsendingu. Í kvöld verða báðir leikirnir í beinni! Stjarnan-ÍR hjá Sport TV og KR-Njarðvík hjá KR TV. Nú til að bæta við gleðifréttirnar þá verður toppslagur Hauka og Vals í 1. deild karla einnig í beinni og að sjálfsögðu á Haukar TV.
 
Sport TV og útsendingarteymi aðildarfélaga KKÍ fá hæstu einkunn. Þessi þjónusta er algerlega til fyrirmyndar og körfuknattleiksunnendur orðnir góðu vanir fyrir vikið.