Loksins kom að því hjá Herði Axel og félögum í þýsku Bundesligunni, sigur vannst í gær á útivelli þegar MBC heimsótti NY Phantoms. Lokatölur 70-76 MBC í vil.
 
 
Hörður Axel lék í 22 mínútur í leiknum og skoraði 9 stig. Hann var einnig með 2 fráköst, 3 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Eftir sigurinn er MBC í 16. sæti deildarinnar með tvo sigra og fimm tapleiki.