Sjónvarpsstjórinn á Leikbrot.is, Andri Þór Kristinsson, rýndi í leiki kvöldsins fyrr í dag og hafði þar rétt fyrir sér í þremur af fjórum leikjum. Hann veðjaði á rangan hest í Borgarnesi þegar Grindvíkingar lögðu heimamenn í Skallagrím.
 
Andri tippaði á sigur Þórsara gegn KFÍ sem reyndist rétt, þá hallaðist hann að Snæfell í Dalhúsum sem varð raunin og aftur hafði hann rétt fyrir sér þegar hann spáði Keflavík sigri gegn Tindastól. Hinsvegar spáði Andri því að Skallagrímur myndi leggja Grindavík, nýliðarnir voru nærri en meistarar Grindavíkur klóruðu fram sigur.