Já það eiga allir einhvern tíman afmæli og í dag eru það stálmúsin Lárus Jónsson sem er 34 ára og troðvélin Ólafur Ólafsson sem er 22 ára.
 
Lárus er spilandi þjálfari Hamars í 1. deild karla en Hamarsmenn eru þar ósigraðir. Ólafur kann vel við sig þegar loftið fer að þynnast og körfuhringur í augnsýn en hann er að komast aftur á gott skrið með Grindavík eftir erfið meiðsli. Karfan.is óskar þessum öndvegismönnum til hamingju með daginn.
 
Lárus og Ólafur eru ekkert einir um það að eiga afmæli. Leandro Barbosa er þrítugur í dag og Ástralinn Andrew Bogut 28 ára. Lítum aðeins á nokkur tilþrif frá Barbosa:
 
 
 
*Endilega sendu okkur ábendingar um afmælisbörn… og blessaður/blessuð láttu barnamynd eða ,,planking”-mynd fylgja með eða aðra skemmtilega mynd. Lífið er stutt og yndislegt, skemmtum okkur hratt og oft!