Fjölniskappinn Björgvin Hafþór Ríkharðsson er 19 ára í dag en vinir hans sendu Karfan.is meðfylgjandi mynd í tilefni af afmælinu. Karfan.is óskar Björgvini að sjálfsögðu til hamingju með daginn.
 
Þá stóðum við okkur ekki í stykkinu í gær því ofurkempan Brenton Birmingham varð fertugur í gær og fær hann hér síðbúnar afmæliskveðjur…verðum bara í staðinn með viðhafnarfrétt þegar Brenton verður fimmtugur!
 
Jordan Farmar á svo afmæli í dag, kappinn er 26 ára og Andreas Nocioni er 33 ára svo þeir verða nokkrir körfuhundarnir sem fagna í kvöld. Lítum svo á nokkur tilþrif frá Farmar:
 
 
 
*Endilega sendu okkur ábendingar um afmælisbörn… og blessaður/blessuð láttu barnamynd eða ,,planking”-mynd fylgja með eða aðra skemmtilega mynd. Lífið er stutt og yndislegt, skemmtum okkur hratt og oft!