Það á alltaf einhver afmæli og dagurinn í dag er engin undantekning. Til að mynda verður Árni Ragnarsson 25 ára gamall en Árni leikur með Fjölni eins og kunnugt er.
 
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir leikmaður KR verður 24 ára gömul í dag og fréttaritari okkar í Hveragerði, sjálfur Anton Tómasson er orðinn 45 ára gamall og lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 30.
 
Þá vestur um haf en Vin Baker á einnig afmæli í dag en hann gerði garðinn m.a. frægan með Milwaukee Bucks í NBA deildinni.
 
Karfan.is óskar öllu þessu flotta fólki innilega til hamingju með daginn!
 
 
*Endilega sendu okkur ábendingar um afmælisbörn… og blessaður/blessuð láttu barnamynd eða ,,planking”-mynd fylgja með eða aðra skemmtilega mynd. Lífið er stutt og yndislegt, skemmtum okkur hratt og oft!