Í kvöld hefjast 32 liða úrslitin í Poweradebikarkeppni karla en fimm leikir eru á dagskránni en 32 liða úrslitunum lýkur svo 8. desember með viðureign KFÍ og Laugdæla.
 
Leikir kvöldsins í Poweradebikarnum
 
19:15 Reynir Sandgerði-Afturelding
19:15 Hamar-ÍA
19:30 Mostri-Augnablik
20:00 Grindavík-Leiknir
20:00 Valur-Þór Akureyri
 
Grindvíkingar léku eins og kunnugt er í gær í Domino´s deild karla þegar þeir lögðu KR í Vesturbænum. Nú er lag fyrir Leiknismenn að gera Íslandsmeisturunum skráveifu og krossa fingur í von um þreytu í herbúðum meistaranna en Leiknir leikur í 2. deild karla og hefur þar unnið þrjá leiki og tapað tveimur en Grindavík á toppi úrvalsdeildar eins og kunnugt er.
 
Mynd/ Keflavík er ríkjandi Powerademeistari og mæta KR í stórslag í 32 liða úrslitum á sunnudag, 2. desember.