Rétt eins og á síðustu leiktíð heldur Karfan.is áfram að velja Gatorade-leikmann hverrar umferðar í úrvalsdeild karla. Að þessu sinni er Páll Axel Vilbergsson Gatorade-leikmaðurinn en fréttaritarar og ljósmyndarar Karfan.is sjá um valið.
Páll Axel gekk vasklega fram í fyrstu umferðinni þegar Skallagrímur tapaði 95-94 í framlengdum spennuslag gegn KFÍ á Ísafirði. Páll Axel gerði 45 stig í leiknum, tók 5 fráköst og gaf 1 stoðsendingu.
 
Páll setti niður 65% af teigskotum sínum í leiknum, 45% í þristum og 8 af 10 vítum. Fyrir þetta fékk hann 36 í framlagseinkunn sem var hæsta einkunn umferðarinnar.
 
Mynd/ svampur.is – Páll Axel var vitaskuld leystur út með kippu af Gatorade eftir þessa frammistöðu.