Stjörnumaðurinn Marvin Valdimarsson hefur verið valinn Gatorade-leikmaður annarar umferðar í Domino´s deild karla af Karfan.is. Marvin hefur farið vel af stað með Stjörnunni og í síðustu umferð skellti hann 31 stigi yfir Keflavík í öruggum sigri Garðbæinga.
 
Marvin setti niður 11 af 14 tveggja stiga skotum sínum í leiknum, 1 af 4 þristum og 6 af 8 vítum. Þá var hann einnig með 8 fráköst, 1 stoðsendingu og 1 stolinn bolta. Í fyrstu tveimur leikjunum með Stjörnunni þetta tímabilið er Marvin því með 28,5 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í leik og 29,5 framlagsstig að meðaltali.