Bandaríski bakvörðurinn Giordan Watson hefur samið við finnskt lið fyrir næstu leiktíð en Watson var leikstjórnandi Íslandsmeistara Grindavíkur á síðasta tímabili. Watson samdi við Karhu Kauhajoki sem hafnaði í 4. sæti að lokinni finnsku deildarkeppninni á síðasta tímabili.
Grindvíkingar munu því vísast leita að eftirmanni Watson í stöðu leikstjórnanda en Watson var með 16,3 stig, 4,4 fráköst og 7,2 stoðsendingar að meðaltali hjá Grindavík.
 
nonni@karfan.is