Tindastólsmenn hafa samið við tvo bandaríska leikmenn fyrir komandi átök í Domino´s deild karla á næstu leiktíð. Þarna fara þeir Gorge Valentine og Isacc Miles. www.tindastoll.is greinir frá.
Á heimasíðu Stólanna segir ennfremur:
 
Valentine er ætlað að leysa miðherjastöðuna en hann hefur undanfarin ár leikið með Winthorp háskólanum og á sínu síðasta ári var hann með 8.4 stig og 7.9 fráköst að meðaltali. Isacc Miles er leikstjórnandi og skotbakvörður og kemur úr Murray State háskólanum.
 
Von er á köppunum til landsins í byrjun september.
 
www.tindastoll.is