Í dag fóru fram sex leikir í kvennakörfunni á Ólympíuleikunum í London. Bandaríkin unnu annan auðveldan sigur þar sem Angóla varð þeim að bráð og Frakkar lentu í hörkuslag gegn Lauren Jackson og félögum í ástralska liðinu þar sem Frakkar unnu að lokum eftir framlengingu.
Króatía 58-83 Kína
Sandra Mandir gerði 22 stig í liði Króata en hjá Kínverjum var Lijie Miao með 17 stig.
 
Tékkland 57-61 Tyrkland
Jana Vesela var stigahæst í tékkneska liðinu með 19 stig en þrjár voru jafnar og stigahæstar í tyrkneska liðinu með 11 stig.
 
Frakkland 74-70 Ástralía
Framlengdur leikur þar sem Frakkar unnu framlenginguna 9-5. Emilie Gomis var stigahæst í franska liðinu með 22 stig en hjá Ástralíu var Suzy Batkovic með 17 stig.
 
Rússland 69-59 Brasilía
Evgeniya Belyakova var stigahæst í sigurliði Rússa með 14 stig en hjá Brasilíu var Erika Souza með 15 stig.
 
Bretland 65-73 Kanada
Natalie Stafford og Johannah Leedham gerðu báðar 15 stig í breska liðinu en hjá Kanadakonum var Shona Thorburn með 18 stig.
 
Bandaríkin 90-38 Angóla
Candace Parker var stigahæst í bandaríska liðinu með 14 stig en Sonia Guadalupe gerði 10 stig fyrir Angóla.
 
Mynd/ Frakkar lögðu Ástralíu í framlengdum leik á Ólympíuleikunum.
 
nonni@karfan.is