Um stórsigur var að ræða í morgun þegar U16 ára landslið Íslands skellti Mónakó 88-31 í öðrum leik sínum í C-deild Evrópukeppninnar. Íslenska liðið hefur nú unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum en liðið leikur í A-riðli af tveimur riðlum. Á morgun mætir liðið Walesverjum.
Bríet Hinriksdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 23 stig og 8 stolna bolta. Henni næst var tvíburasystir hennar, Sara Rún Hinriksdóttir, með 17 stig, 8 fráköst og 5 stolna bolta. Valsarinn Elsa Rún Karlsdóttir mætti svo með myndarlega tvennu, 12 stig og 12 fráköst.