Blake Griffin, leikmaður L.A. Clippers, er búinn að framlengja samning sinn við L.A. Clippers til fimm ára. Samningurinn er í stærri kantinum en hann mun gefa honum hátt í 95 milljónir dala.
Griffin var með 20.7 stig og 10.9 fráköst að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Árangur L.A. Clippers var góður á síðasta tímabili og var þetta í fyrsta sinn síðan tímabilið 2005-06 sem liðið vann fleiri leiki en það tapaði.
 
Mynd: Griffin verður í Los Angeles næstu árin.
 
emil@karfan.is