Jay Threatt hefur samið við kkd Snæfells að leika með Mfl karla í Domino´s deildinni 2012-2013. Jay er 177cm, fæddur 1989, lék með Delaware State og endaði síðasta árið sitt með 8.9 stig, 6 stoðsendingar og var hæstur í sínu ,,conferance" með 3 stolnum boltum í leik.
Hann var valinn í úrvalsliðið í MEAC sem er deildin sem liðið hans Delaware State í ameríku lék í.  Jay er leikstjórnandi sem er fljótur og útsjónarsamur.
 
Jay mun leysa af stöðu Marquis Hall sem samdi við Saloon Vilpas Vikings í Finnlandi fyrir næstu leiktíð.  Jay er væntanlegur til landsins í september en Íslandsmótið hefst sunnudaginn 7. október.
 
www.snaefell.is greinir frá