Ísland hefur unnið tvo fyrstu leikina sína á Evrópumeistaramóti U16 ára landsliða kvenna en keppnin í C-deildinni fer fram á Gíbraltar. Karfan.is náði stuttu tali af Finni Jónssyni aðstoðarþjálfara íslenska hópsins en hann er ánægður með hve leikmenn liðsins hafa ,,mótiverað" sig vel fyrir fyrstu tvo leikina sem unnist hafa með yfirburðum.
,,Stelpurnar eru í fínu standi og koma vel undan ,,sumri." Við sýndum það og sönnuðum að við erum með hörku lið á NM sem var í maí þar sem við unnum þrjá leiki og þar á meðal finnska liðið sem að er ósigrað í B. riðli Evrópukeppninnar en þær eru búnar að vinna alla sína leiki. Við renndum nokkuð blint í sjóinn í þetta mót og vissum ekki hverju við áttum von á en þessi hópur sem við erum með er ótrúlega flottur og þær hafa ,,mótiverað" sig virkilega vel fyrir þessa fyrstu tvo leiki sem búnir eru og unnið þá nokkuð sannfærandi. Nú er undirbúningur hafinn fyrir leikinn á morgun gegn Wales og stefnum við að sjálfsögðu á sigur þar til þess að tryggja okkur efsta sætið í riðlinum og þar með sæti í undanúrslitum sem verða næsta laugardag. Áfram Ísland. Bestasta land í heimi."
 
nonni@karfan.is