Enn eru miklar vangaveltur um það hvert Dwight Howard fari.  Brooklyn Nets, LA Lakers, LA Clippers, Houston og nú nýlega hefur heimaborg hans Atlanta bæst í hópinn.  Eitt er þó víst að þetta ferli fer að slá við "The Decision" sem að Lebron James gerði frægt hér um árið. 
 Líklegast telja fjölmiðlar vestra að kappinn endi í "rússaveldi" Brooklyn Nets þar sem að fjöldi manna mun skipta á milli margra liða.  Næstu lið sem nefnd voru gátu miðlar ekki sagt um hverjir hafa forystuna fram yfir annað í því að ná undirskrift miðherjans. 
 
Hrafn Kristjánsson þjálfari KR hefur gert grín af þessu máli óspart á Facebook síðu sinni þar sem hann segir að síðustu fregnir hermi að 17 NBA lið, 5 NFL lið, 2 MLB lið og einn Jónas bróðir munu koma til með að kom að þessum skiptum hjá Dwight Howard. 
 
Mynd/ Howard að planka…