Stjarnan hefur samið við Brian Mills um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Mills þessi útskrifaðist frá Mercer háskólanum 2011 en þar var hann leiðtogi liðsins á lokaári sínu og var mjög vinsæll meðal stuðningsmanna skólans. www.stjarnan-karfa.is greinir frá.
Á síðastu leiktíð lék Mills með Lusitania í efstu deild í Portúgal og skilaði þar 14,9 stigum, 6,6 fráköstum og 1,2 stolnum boltum í leik. Von er á honum til landsins í byrjun september.