Þann 11. og 12. ágúst næstkomandi ætla Helena Sverrisdóttir og Körfuknattleiksdeild Hauka að standa fyrir æfingarbúðum á Ásvöllum í Hafnarfirði. Búðirnar eru opnar öllum stelpum á aldrinum 11-16 ára og munu búðirnar standa yfir frá laugardagsmorgni til sunnudagseftirmiðdags.
 
Það er um að gera að taka dagana frá en frekari upplýsingar verða auglýstar síðar en vakni upp einhverar spurningar má senda línu á hsverrisdottir@yahoo.com