Ray Allen hefur ákveðið að semja við Miami Heat fyrir næstu leiktíð og reyna þar með að að næla sér í sinn annan meistaratitil. Allen samdi til þriggja ára og er ljóst að kappinn tók á sig launaskerðingu samanborið við það sem Boston Celtics hafði að bjóða. 
 Allen er 37 ára gamall og hafa fjölmiðla vestra sagt að hann hafi strax í vor þegar Celtic duttu út á móti Heat lagt grunninn að þessum vistaskiptum þegar hann sagði í viðtali að hann ætti nóg eftir á "tanknum".
 
Lebron James hefur nú þegar "tístað" um málið og bauð Allen velkomin í fjölskylduna og "hashtaggið" #Wow á eftir því.
 
Þetta þýðir einnig að Ray Allen, Boston Celtics búningur er til sölu hjá undirrituðum fyrir lítið sem ekkert.
 
skuli@karfan.is