Körfuknattleikskonan Ragna Margrét Brynjarsdóttir hefur gengið til liðs við Val. Ragna Margrét sem er 22 ára miðherji spilaði síðasta tímabil í Svíþjóð með KFUM Sundsvall Basket þar sem hún var með 6,3 stig í leik og tók 5,5 fráköst á 20 mínútum. Ragna Margrét spilaði síðast á Íslandi með Haukum 2010-2011 þarf sem hún var með tvöfalda tvennu að meðatali í leik 11,3 stig og 10 fráköst. www.valur.is greinir frá.
Ágúst Björgvinssonar þjálfara mfl. Vals og Ragna Margrét þekkjast vel þar sem Ragna Margrét spilaði í 10. flokki, stúlkaflokki, unglingaflokki, meistaraflokki, U18 ára og A-landsliði Íslands þar sem Ágúst var þjálfari. Ragna Margrét spilað sinn fyrsta meistaraflokksleik með Haukum 2006 þá undir stjórn Ágústar. Ragna
Margrét hefur unnið til fjölda meistaratitla bæði í yngri flokkum og meistaraflokki. Íslandsmeistari tvisvar sinnum 2007 og 2009. Bikarmeistari 2007 og 2010. Deildarmeistari 2007 og 2009. Ragna Margrét
hefur leikið 51 landsleik fyrir hönd Íslands 17 með A-landsliði Íslands, 25 með U16 og 9 leik í U18 þar sem Ágúst var þjálfari hennar. Ragna Margrét spilaði sinn fyrsta A-landsleik 2008 þar sem Ágúst var einnig þjálfari hennar.
 
Ragna Margrét er gríðarlegur liðstyrkur fyrir kvenna liðið. Fyrr hafa Lilja Ósk Sigmarsdóttir, Sara Diljá Sigurðardóttir og Sóllilja Bjarnadóttir bæst við hópinn. María Ben Erlingsdóttir er farin til Frakklands og Berglind Ingvarsdóttir er frá vegna barnseigna.
 
www.valur.is