Evrópukeppnin í C-deild U16 ára kvenna er hafin en keppnin fer fram á Gíbraltar. Íslenska liðið átti góðri byrjun að fagna í dag með öruggum 66-43 sigri gegn Kýpur. Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 21 stig og 8 fráköst.
Mónakó og Wales eru einnig með Íslandi í riðli. Liðin mættust í dag þar sem Mónakó hafði betur 55-23.
 
Elsa Rún Karlsdóttir bætti svo við 7 stigum og 5 fráköstum í íslenska liðinu. Ísland mætir svo Mónakó á morgun kl. 11:30 að staðartíma eða kl. 09:30 að íslenskum tíma.
 
 
Mynd/ Sara Rún Hinriksdóttir fór fyrir íslenska liðinu í dag.