Keppni í körfuknattleik á Ólympíuleikunum hófst í gær þegar kvennaboltinn rúllaði af stað. Kínverjar og Tékkar voru fyrstir á svið þar sem Kínverjar höfðu betur, 66-57. Í öðrum leik gærdagsins mættust Tyrkir og Angólar þar sem Tyrkir unnu þægilegan 72-50 sigur.
Í þriðja og síðasta leik gærdagsins mættust Bandaríkin og Króatía þar sem Bandaríkin fóru með 81-56 sigur af hólmi. Tina Charles var stigahæst í liði Bandaríkjanna með 14 stig en hjá Króötum var Jelena Ivezic með 22 stig.
 
Í morgun hófst karlakeppnin þar sem Nígería marði Túnis 60-56 og nú stendur yfir leikur Bandaríkjanna og Frakklands.
 
 
nonni@karfan.is