Njarðvíkingar hafa samið við þá tvo Bandaríkjamenn sem þeir ætla að tefla fram næsta vetur.  Þetta eru þeir Jonathan Jones og Marcus Van.  Jones er 196cm hár framherji á meðan Marcus Van er  201 cm á hæð og verður í stöðu miðherja.
 Jones spilaði með Kean háskólanum í 3. deild NCAA þar sem hann var valinn all-american og var með 23 stig og rúm 13 fráköst á leik á sínu síðasta ári. Kappinn er 23 ára og er að taka sín fyrstu skref í atvinnumennsku. 
 
Marcus Van spilaði hinsvegar með Central Michgan háskólanum þar sem að Giordan Watson spilaði og var að setja 13 stig og taka 8 fráköst á leik þar.  Síðan þá hefur hann reynt fyrir sér á spáni og í efstu deild í Þýskalandi. 
 
Von á þessum köppum í haust, eða vel fyrir byrjun nýja Dominos mótsins. 
 

Mynd: Jonathan Jones í háloftunum með háskólaliði sínu.
 
 skuli@karfan.is