Njarðvíkingar skrifuðu í dag undir samstarfssamning við Profitt. "Þessi samningur er gríðarlega góður fyrir deildina og um leið liðið.  Það er stefnan hjá okkur að búa leikmönnum okkar eins góða aðstöðu og kostur er á og þetta er stór liður í því." sagði Friðrik Ragnarsson formaður KKD. Njarðvíkur Profitt er eina fæðubótaefnið á markaðnum í dag sem framleitt er á Íslandi.  "Við ætlum okkur að koma sterkir til leiks næsta vetur" bætti Friðrik við og skellti í sig einum súkkulaði próteindrykk.