Bakvörðurinn Marquis Hall bætist í hóp Finnlandsfara frá íslensku úrvalsdeildinni en nýverið samdi Giordan Watson við lið í Finnlandi. Hall sem lék með Snæfell á síðustu leiktíð hefur samið við Saloon Vilpas Vikings í Finnlandi en liðið hafnaði í 8. sæti finnsku deildarkeppninnar.
 
Hall stýrði Snæfell á síðustu leiktíð og var þá með 18,5 stig, 5,0 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik.
 
nonni@karfan.is