Lokakeppninni fyrir síðustu þrjú sætin í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna er lokið en hún fór fram í Caracas í Venesúela. Litháen, Rússland og Nígería voru liðin þrjú sem tryggðu sér síðustu sætin inn á leikana.
Riðlarnir í London líta því svona út:
 
A-riðill: Litháen, Túnis, Bandaríkin, Frakkland, Nígería og Argentína
B-riðill: Kína, Bretland, Brasilía, Ástralía, Rússland og Spánn
 
Hér má nálgast heildardagskrá körfuboltans í London.
 
Keppnin í körfubolta á Ólympíuleikunum fer fram dagana 28. júlí til 12. ágúst í nýbyggðri höll Breta fyrir leikana og í North Greenwich Arena. Fjögur lið munu komast upp úr hverjum riðli og tvö detta út og þá standa eftir átta lið sem fara í útsláttarkeppni.
 
Mynd/ Litháar komust inn á Ólympíuleikana með ,,seinni skipunum" eins og það er orðað.
 
nonni@karfan.is