Jeremy Lin skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Houston Rockets við mikla athöfn sem færa honum 25 milljónir dollara. NY Knicks ákváðu ekki að jafna tilboð Rockets eins og þeir höfðu tækifæri á eða með öðrum orðum þá telja þeir að þessi sprettur hjá Lin á síðasta tímabili hafi verið "hans 15 mínútur"
,,Þetta er alveg ótrúlegt og ég er varla að trúa að þetta sé allt að gerast. En þetta er blessun og ég er spenntur að fá að takast á við þessa áskorun," sagði Lin í samtali vestra. 
 
 
Nýjustu fréttir herma svo að Minnesota Timberwolves ætli sér að krækja í Andrei Kirilenko frá CSKA Moskvu. Kirilenko útilokaði það að koma til Brooklyn Nets á þriðjudag þar sem þeir geta ekki borgað honum nægilega há laun (vegna launaþaks)  Kirilenko á að baki 10 ár í NBA deildinni og fór til CSKA Moskvu fyrir síðasta tímabil og var valinn MVP í Euroleague.