Jeremy Lin mun vera á leið til Houston Rockets frá New York samkvæmt miðlum vestanhafs. Lin vakti verðskuldaða athygli á síðustu leiktíð og nú vill Houston fá að njóta starfskrafta hans. Að sögn bandarískra vefmiðla á Lin að vera klár í að skrifa undir fjögurra ára samning að andvirði 28,8 milljón Bandaríkjadala.
New York hefur farið bæði leynt og ljóst með að liðið muni jafna hvert það tilboð sem komi í leikmanninn og Houston reiðir hátt til höggs. Fyrsta árið af samningnum í Houtson fær Lin 5 milljónir, næsta ár á eftir 5,2 milljónir, ár þrjú og fjögur gefa svo hvert 9,3 milljónir Bandaríkjadala!
 
Ljóst er að baráttan um Lin verður hörð og því ekki ósennilegt að það skýrist á næstu dögum hvar kappinn leiki næstu árin.
 
nonni@karfan.is