Besti erlendi leikmaður síðasta tímabils í íslensku úrvalsdeildinni og besti maður úrslitakeppninnar, J´Nathan Bullock, er á leið til Finnlands og mun leika þar við hlið Giordan Watson. Watson hafði einmitt vonast til þess að lífvörðurinn sinn, Bullock, myndi fylgja með og honum varð af ósk sinni.
Þá eiga Finnarnir í Karhu bara eftir að landa Ryan Pettinella til að fullkomna þrennuna. J´Nathan Bullock þarf vart að kynna fyrir áhugafóki um íslenskan körfuknattleik en kappinn lét vel fyrir sér finna á síðustu leiktíð með 21,4 stig að meðaltali í leik, 9,6 fráköst og 22,0 að jafnaði í framlag.
 
Það er því ljóst að Íslandsmeistarar Grindavíkur þurfa að leggja netin á ný og sjá hvað kemur að landi en ljóst er að skörð Bullock og Watson verða vandfyllt hjá meistaraliðinu.
 
Tengt efni:
 
nonni@karfan.is