Í dag er það kvennakarfan sem á sviðið í London og er viðureign Kínverja og Króata þegar hafin. Þar strax á eftir hefst svo leikur Tékka og Tyrkja. Ástralir og Frakkar mætast svo í þriðja leik dagsins.
Rússland og Brasilía mætast í fjórða leiknum og í fimmta og síðasta kvennaleik dagsins mætast heimamenn í Bretlandi og Kanadakonur. Í B-riðli í kvennakeppninni voru það Ástralía, Frakkland og Rússland sem unnu sína leiki í fyrstu umferð og í A-riðli voru það Bandaríkin, Tyrkland og Kína sem unnu sína leiki.
 
Mynd/ Frá viðureign kvennaliða Kína og Tékklands í London.
 
nonni@karfan.is