Ísland var rétt í þessu að hafa sigur gegn úrvalsliði Litháen 88-75 í æfingaferð liðsins. Það voru nokkrir góðir kaflar hjá íslenska liðinu en í seinni hluta seinni hálfleiks datt botninn aðeins úr leik liðsins en sigurnn var þó aldrei í hættu.
Helsta tölfræði:
 
Hlynur Bæringsson 19 stig og 6 fráköst
Jón Arnór 14 stig og 9 stoðsendingar
Finnur Atli 15 stig
Logi  13 stig
Pavel 8 stig og 6 stoðsendingar
Helgi Magg 7 stig
Haukur Helgi 6 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar
Sigurður Gunnar 4 stig
Ægir Þór 2 stig og 3 stoðsendingar.
 
Leikurinn gegn Landsliði Litháen verður á þriðjudaginn klukkan 16:00 að íslenskum tíma.
 
Mynd/ www.kki.is – Íslenska landsliðið í Litháen