Körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson hefur vakið verðskuldaða athygli í dag og í gær en hann er sem stendur í 2. sæti eftir fyrstu tvo keppnisdagana á Íslandsmótinu í höggleik. Kristinn er með 1,3 í forgjöf og vermir 2. sætið á eftir Sigmundi Einari Mássyni. Kristinn er á tveimur höggum undir pari en Sigmundur þremur.
„Ég fór síðast á alvörugolfæfingu fyrir fjórum árum," sagði Kristinn við Vísir.is í dag en hann hafði það að markmiði að komast í hóp þeirra 72 kylfinga sem fá að halda áfram næstu tvo keppnisdagana.
 
 
 
Mynd/ Kristinn t.h. ásamt syni sínum Ísaki sem einnig er liðtækur kylfingur.