Körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson stal senunni á Íslandsmótinu í höggleik í golfi um helgina en hann lauk keppni í 5. sæti á samtals tveimur höggum yfir pari. Kristinn keppir fyrir GS, Golfklúbb Suðurnesja.
Það var Haraldur Franklín Magnús sem varð Íslansmeistari á sjö höggum undir pari en Kristinn kynti heldur betur undir mönnum með frammistöðu sinni.
 
Til hamingju með árangurinn Kristinn!
 
Mynd/ Hér fara tveir liðtækir kylfingar, Kristinn Óskarsson og Davíð Hreiðarsson, körfuknattleiksdómarar.