Fjórum leikjum er lokið í körfubolta kvenna á ólympíuleikunum í London þegar þessi frétt er skrifuð.  Leikar hófust snemma í morgun þar sem Kína vann Tékkland með 66 stigum gegn 57.  Aðrir leikir sem fóru fram í dag voru Rússland gegn Kanada, Tyrkland gegn Angóla og Bandaríkin gegn Króatíu. 
Það eru þó tveir leikir ennþá ókláraðir í dag og á morgun taka svo karlarnir við en þeir leika einnig 6 leiki á morgun.  Þar má helst nefna Frakkland gegn Bandaríkjunum en sá leikur verður sýndur á RÚV klukkan 13.30 og endursýndur á Ólympíurásinni klukkan 17:00.  
 
Á þriðjudaginn næskomandi klukkan 21:15 má svo sjá leik Bandaríkjanna og Túnis á Ólympíurás RÚV. Fimmtudaginn 2. ágúst eru tveir leikir á dagskrá en það eru Brasilía Rússland klukkan 15:45 og svo Bandaríkin gegn Nígeríu klukkan 21:15 en báðir leikirnir verða sýndir á Ólympíurásinni.  
 
Fleiri leikir eru sýndir og má finna alla dagskrá frá ólympíuleikunum á www.ruv.is/ol 
 
gisli@karfan.is