Jonathan Jones sem hafði skrifað undir samning um að leika með Njarðvíkingum næsta vetur mun ekki koma til liðsins. Þetta staðfesti Einar Árni Jóhannsson þjálfari UMFN við Karfan.is nú fyrir stundu. "Það góða við þetta er að þetta kemur upp núna en ekki á miðju tímabili." sagði Einar Árni við Karfan.is
"Það er svo sem engin örvænting í þessu hjá okkur. Hann kemur ekki og þannig er það. Hann er langt frá því að vera síðasti leikmaðurinn á markaðnum og nú þegar erum við komnir með lista yfir nokkra en við ætlum að fara vel yfir þetta allt saman. " sagði Einar Árni enn fremur.
Jones kvaðst í samtali við Karfan.is fyrr í sumar mjög spenntur fyrir því að koma til Íslands og kvaðst þá þegar byrjaður að pakka öllu ermalöngu sem hann átti í töskuna. Spurning hvort þegar öllu var á botninn hvolft hvort ekkert ermalangt hafi verið í skúffunni eftir allt saman.